Rétturinn til sjálfsvarnar Ingólfur Gíslason skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar