Ekkert réttlætir mannfallið Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun