Kirkjur og kór Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 14:00 Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Kórar Börn og uppeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu. Krakkarnir mínir nutu þess að syngja með yndislegum leikskólakennurum í gegnum leikskólagönguna og ekki var laust við fiðring í maga mömmunnar þegar kom að því að börnin hæfu grunnskólagöngu, ekki síst vegna þess að þau voru að komast á aldur til að nema tónlist og syngja í kór. Þess má einnig geta að í skóla barnanna minna er kórastarf ekki valfag heldur komið inn í stundaskrá sem mér finnst frábært, enda söngkona sjálf og Íslendingar söngelskt fólk. Ör-kynning á heimsmynd móðurinnar Trúmál hafa lengi verið mér hugleikin. Þau koma svo sem ekki oft upp í daglegum umræðum en ég ætla að leyfa mér að gera trúmál að umtalsefni hér því heimsmynd mín er ekki flókin hvað þau varðar. Ég trúi ekki á guð af neinu tagi. Ég ber virðingu fyrir trú annarra og ég reyni eftir fremsta megni að ala upp í börnunum mínum almenna víðsýni og virðingu fyrir skoðunum og trú annarra. Biblíuvers – með hoppukastala og pylsum Í núverandi skólastarfi, þá fyrst og fremst kórastarfi, upplifi ég að ekki sé hlúð að börnunum mínum á sama hátt. Svo virðist sem kórastarf og kirkjustarf sé að mati stjórnenda kórs og skóla órjúfanleg hefð þar sem helstu samkomur og tónleikahald fer fram í kirkju hverfisins. Reglulega er foreldrum sendur póstur þess efnis að öllum börnum í vissum bekkjum sé boðið að taka þátt í barnamessum þar sem jafnvel er boðið upp á hoppukastala og pylsur á eftir. Spennandi ekki satt? Jafnvel geggjað stuð! Ég hef tekist á við þetta á þann hátt að leyfa börnunum að velja sjálf hvort þau vilja taka þátt. Eitt skiptið valdi dóttir mín að syngja með kórnum sínum og ég sjálf mætti galvösk í mína fyrstu messu síðan ég fermdist (já, ég fermdist!). Þar fór fram trúboð. Börnunum voru kennd biblíuvers, þau greind og túlkuð og talað um kærleika guðs. Þar voru einnig sungin lög um kærleika guðs. Þvingaðir kristilegir söngvar Ég á sem betur fer í hreinskiptum samskiptum við börnin mín og trúmál eru þar oft á baugi. Því gat ég útskýrt fyrir dóttur minni að messuhaldið hafi byggst á trú annars fólks en okkar og hefðum kristinna þjóða í gegnum aldirnar o.s.frv. Þó fóru að renna á mig tvær grímur eftir því sem leið á veturinn og eftir því sem liðið hefur á grunnskólagöngu barnanna minna. Flestir viðburðir kórsins, sem ég minni á að börnin hafa ekki val um, fara fram í kirkjunni, nánar tiltekið í barnamessum og hluti náms barnanna minna er að læra kristilega söngva. Tímaskekkja Fyrir mér er málið einfalt: við lifum á tímum þar sem gerð er krafa um að börn búi við jöfn tækifæri. Hér gæti ég stuðst við lagabálka og reglugerðir en ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað. Fjöldi barna í skólum landsins býr ekki á kristnum heimilum. Því er það tímaskekkja að börn og foreldrar séu sett í þá stöðu að taka ýmist þátt í viðburðum sem fela í sér boðskap sem er andstæður gildum þeirra, eða að börnin geti að öðrum kosti ekki tekið þátt með samnemendum sínum!
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun