Sorry I don´t speak Danish! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun