Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2023 10:34 Eiríkur gefur lítið fyrir skýringar ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“ Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Þetta segir í svari ráðuneytisins við erindi Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann sendi tvívegis en var ekki svarað fyrr en hann vakti athygli á málinu hér á Vísi í gær. Í svarinu segir einnig að ráðuneytið muni velja íslenskt vinnuheiti til notkunar á ráðstefnunni og til framtíðar og að gott væri að geta leitað til Eiríks í því sambandi. Heitið virðist komið til að vera Eiríkur vakti athygli á svarinu á Facebook og lét eigið svar fylgja með. Í svari sínu sagði hann það gott að til standi að finna íslenskt heiti á verkefnið. „En skýringin „TEAM-Iceland er fyrst og fremst vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum“ lítur satt að segja út eins og dæmigerð eftiráskýring.“ Tilkynning um verkefnið hangi enn uppi á vef Stjórnarráðsins og í henni segi meðal annars: TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð. Lagt er upp með að innan TEAM-Iceland verði fremstu sérfræðingar á sviði íþrótta sem vinni saman að því markmiði að hámarka árangur íslensks íþróttafólks. TEAM-Iceland verkefnið verður til umfjöllunar á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi […]. Með verkefninu TEAM-Iceland er stefnt að því að bæta umhverfi afreksíþróttafólks, s.s. líkamlega þjálfun þeirra og heilsu, efla þátt mælinga og stöðumata, og efla jafnframt þjónustu næringarfræðinga. […] markmið TEAM-Iceland væri jafnframt að styðja við framgang og faglega umgjörð Afrekssviða og -brauta í framhaldsskólum landsins. Erlend samskipti komi málinu ekkert við Eiríkur segir að í tilkynningunni sé aðeins talað um framkvæmd verkefnisins innanlands. „Erlend samskipti koma þessu máli ekki við – og jafnvel þótt ætlunin væri að nota þetta heiti einkum í erlendum samskiptum á það vitanlega ekki við á þessari ráðstefnu sem væntanlega fer að miklu leyti fram á íslensku.“ Þá sé athyglisvert að í titlum erinda sem fjalla um hliðstæður í öðrum löndum séu heiti þeirra íslenskuð – „Afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar“ og „Afreksíþróttamiðstöð Noregs“. Hreinlegra að ráðuneytið viðurkenni mistök Eiríkur segir að ekkert annað sé að sjá en að „TEAM-Iceland“ sé opinbert heiti verkefnisins og hvergi komi fram að um vinnuheit sé að ræða. „Mér fyndist hreinlegra að það væri bara viðurkennt að þarna varð ráðuneytinu á í messunni.“ Því megi svo bæta við að hann hafi skrifað ráðuneytinu fyrst um málið á fimmtudaginn var, og ítrekað erindið svo á mánudagsmorgun. „Það komu hins vegar engin viðbrögð frá ráðuneytinu fyrr en ég skrifaði grein á Vísi sem síðan var gerð að frétt. Þetta sýnir að það skiptir máli að vekja opinberlega athygli á því þegar stjórnvöld nota ensku að ástæðulausu.“
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent