Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 19:17 Forsetahjónin auk borgarstjórahjónanna skoðuðu íslenskuver í Breiðholtsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira