Aukin skilvirkni í samrunamálum Sævar Þór Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 16:01 Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Auglýsinga- og markaðsmál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun