Lítum ekki undan Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 14:00 Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar