Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:42 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, er hugsi yfir stöðu íslenskunnar í ljósi PISA könnunarinnar. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
PISA könnunin er umfangsmikil alþjóðleg könnun á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi. Áttatíu og ein þjóð tekur þátt. Lesskilningi íslenskra nemenda hrakar verulega. Eingöngu 60% nemenda hafa grunnfærni og hinir íslensku nemendur hafa dregist aftur úr bæði Norðurlandaþjóðunum og jafnöldrum í OECD ríkjunum. Þónokkurn kynjamun má greina en 68% stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi en eingöngu 53% drengja. Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri menntamálastofnunar kynnti niðurstöðurnar á fundi Eddu í morgun. „Þetta er það sama sem er að gerast á öllum Norðurlöndunum. Það er bara töluvert mikið sem Norðurlöndin eru líka að fara niður þó við séum að fara örlítið neðar og líka hjá OECD löndunum þannig að það er eitthvað sem er að gerast sem á ekki bara við um okkur en þetta er líka auðvitað margt séríslenskt en af því að við sjáum til dæmis í stærðfræðilæsinu - af því við erum að skoða mismunandi tegundir læsis - að þar gengur okkur betur heldur en þegar við erum að skoða lesskilninginn sem er þá lengri texti og fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar, hvort við þurfum ekki aðeins að gefa í þar,“ segir Þórdís. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra segir niðurstöðurnar ekki óvæntar því þróunin á síðastliðnum áratug hefur verið niður á við. „Við sjáum hins vegar núna að það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira heldur en önnur lönd. Og það er áhyggjuefni og við því þurfum að bregðast við og erum að vinna umfangsmiklar breytingar á umgjörð menntakerfisins. Þar þurfa allir aðilar að koma að áfram og um leið rýna þá vinnu hvort við séum á réttri leið þar og hvort við þurfum að gera eilítið öðruvísi.“ Ásmundur segir að margt sé í farvatninu sem komi til með að bæta úr þessari stöðu. „Breytingarnar sem við erum að vinna að og eru hluti af menntastefnu eru gríðarlega stórar. Það að stofna þjónustustofnun menntunarinnar sem samþykkt var í annarri umræðu á Alþingi í gær er risastór breyting, ný skólaþjónustulöggjöf sem er í farvatninu og í vinnslu allra aðila er risastór breyting. Matsferill og matskerfi fyrir meðal annars lestur, sem er í vinnslu hjá menntamálastofnun, er risastór breyting og svona mætti áfram telja. Það sem við þurfum að rýna er hvort þessar aðgerðir séu nægilegar, samhliða öðru, til að snúa þessari þróun við og vera viss um það og það er verkefnið fram undan.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Íslensk tunga Tengdar fréttir Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5. desember 2023 09:50