„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 21:49 Andri Snær og Eiríkur Rögnvaldsson eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um svarta PISA-skýrslu. vísir Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Eins og greint var frá í dag eru íslenskir nemendur undir meðaltali OECD ríkjanna í þremur meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði pistil í dag þar sem yfirskriftin er „Kolsvört PISA-skýrsla“. Hann ræddi niðurstöður skýrslunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta snúist allt um lesskilning, þó þarna séu þrír þættir; lesskilningur, náttúrufræði og stærðfræði, þá byggist bæði stærðfræðin og náttúrufræðin á lesskilningi. Þetta eru textaverkefni,“ segir Eiríkur. „Lesskilningnum er að hraka og það tengist stöðu íslenskunnar í þjóðfélaginu, gerbreyttu málumhverfi þar sem enskan er orðin miklu stærri hluti af málumhverfi unglinga en hún var.“ Eiríkur bendir á það í pistli sínum að íslensk þýðing PISA-prófanna hafi ekki alltaf verið nógu góð og vísar til greinar frá árinu 2020, eftir Auði Pálsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, þar sem sýnt er fram á að að töluvert sé um ósamræmi í tíðniflokkum orða milli frumtexta og þýðingar, það er að íslensku orðin í prófunum séu oft sjaldgæfari en þau ensku. Eiríkur kveðst hins vegar ekki hafa kannað texta nýjustu PISA-könnunarinnar. Foreldrar skipta miklu máli Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur segir þá þróun skuggalega. „Það er stórkostlegt áhyggjuefni. Það þýðir að það séu miklar líkur á að þessir unglingar falli brott úr skóla og verði þá fastir, þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn, í láglaunastörfum sem krefjast ekki mikillar menntunar,“ segir Eiríkur. Spurður hvað hann myndi sjálfur gera í stöðunni sem menntamálaráðherra segir Eiríkur: „Ég held að að dygði ekki að vera bara menntamálaráðherra, vegna þess að þetta snýst ekki bara um skólakerfið. Þetta snýst um allt þjóðfélagið, við þurfum að breyta aðstæðum íslenskunnar. Þar skipa foreldrarnir og heimilin miklu máli og samfélagið allt þarf að setja íslenskuna í miklu meiri forgang.“ Ígildi hálfra kennaralauna Andri Snær Magnason rithöfundur tjáir sig einnig um niðurstöður könnunarinnar, og beinir sjónum að vinnuumhverfi rithöfunda. „Það eru um 8500 starfsmenn í grunnskólum á Íslandi, um 1800 í félagi framhaldsskólakennara og svo eru um 2400 í félagi leikskólakennara. Lestur og læsi er kjarninn í starfseminni sem byggir síðan að einhverju leyti á góðum bókum eða texta sem hægt er að lesa. Það eru hins vegar aðeins tveir íslenskir barnabókahöfundar sem fá svokölluð ,,full árlaun" í ár, þegar ég skrifaði Tímakistuna var ég sá eini,“ skrifar Andri Snær. Bendir hann á að aðeins tólf rithöfundar fái laun allan ársins hring, 500 þúsund króna verktakagreiðsla á mánuði sem jafngildi um 355 þúsund krónum samkvæmt reiknivél BHM. „Ígildi hálfra kennaralauna. Aðrir fá 9, 6 eða 3 mánuði,“ skrifar Andri Snær. „Starfsöryggi er ekkert, uppsagnarfrestur enginn og jafnvel þótt þú hafir fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs geturðu verið kominn upp á guð og gaddinn upp úr miðjum aldri,“ skrifar Andri Snær og vísar til þess að Gyrðir Elíasson hafi ekki hlotið styrk úr launasjóði rithöfunda. Hann ætlar ekki að sækja um listamannalaun að nýju. Augljós skekkja „Við þurfum að skrifa og þýða bækur fyrir 100.000 börn og ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn um bókstaflega allt milli himins og jarðar, himingeiminn, ævintýri, ást og Íslandssöguna. Það fara tugmilljarðar í að kenna lestur og læsi en nánast ekkert í að styðja þá sem búa til efni sem er skemmtilegt að lesa ef við ætlum okkur í alvöru að orða heiminn á íslensku. Orsakir slakrar Pisa könnunar eru margvíslegar, tiktok, playstation og iphone eiga sín prósentustig, foreldrar eru líka í símanum, en það er augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina. Enn og aftur 13.000 manns í vinnu sem byggir á læsi, tveim tryggð full vinna til skrifta. Það er augljós skekkja,“ segir Andri Snær að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Eins og greint var frá í dag eru íslenskir nemendur undir meðaltali OECD ríkjanna í þremur meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði pistil í dag þar sem yfirskriftin er „Kolsvört PISA-skýrsla“. Hann ræddi niðurstöður skýrslunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta snúist allt um lesskilning, þó þarna séu þrír þættir; lesskilningur, náttúrufræði og stærðfræði, þá byggist bæði stærðfræðin og náttúrufræðin á lesskilningi. Þetta eru textaverkefni,“ segir Eiríkur. „Lesskilningnum er að hraka og það tengist stöðu íslenskunnar í þjóðfélaginu, gerbreyttu málumhverfi þar sem enskan er orðin miklu stærri hluti af málumhverfi unglinga en hún var.“ Eiríkur bendir á það í pistli sínum að íslensk þýðing PISA-prófanna hafi ekki alltaf verið nógu góð og vísar til greinar frá árinu 2020, eftir Auði Pálsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, þar sem sýnt er fram á að að töluvert sé um ósamræmi í tíðniflokkum orða milli frumtexta og þýðingar, það er að íslensku orðin í prófunum séu oft sjaldgæfari en þau ensku. Eiríkur kveðst hins vegar ekki hafa kannað texta nýjustu PISA-könnunarinnar. Foreldrar skipta miklu máli Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur segir þá þróun skuggalega. „Það er stórkostlegt áhyggjuefni. Það þýðir að það séu miklar líkur á að þessir unglingar falli brott úr skóla og verði þá fastir, þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn, í láglaunastörfum sem krefjast ekki mikillar menntunar,“ segir Eiríkur. Spurður hvað hann myndi sjálfur gera í stöðunni sem menntamálaráðherra segir Eiríkur: „Ég held að að dygði ekki að vera bara menntamálaráðherra, vegna þess að þetta snýst ekki bara um skólakerfið. Þetta snýst um allt þjóðfélagið, við þurfum að breyta aðstæðum íslenskunnar. Þar skipa foreldrarnir og heimilin miklu máli og samfélagið allt þarf að setja íslenskuna í miklu meiri forgang.“ Ígildi hálfra kennaralauna Andri Snær Magnason rithöfundur tjáir sig einnig um niðurstöður könnunarinnar, og beinir sjónum að vinnuumhverfi rithöfunda. „Það eru um 8500 starfsmenn í grunnskólum á Íslandi, um 1800 í félagi framhaldsskólakennara og svo eru um 2400 í félagi leikskólakennara. Lestur og læsi er kjarninn í starfseminni sem byggir síðan að einhverju leyti á góðum bókum eða texta sem hægt er að lesa. Það eru hins vegar aðeins tveir íslenskir barnabókahöfundar sem fá svokölluð ,,full árlaun" í ár, þegar ég skrifaði Tímakistuna var ég sá eini,“ skrifar Andri Snær. Bendir hann á að aðeins tólf rithöfundar fái laun allan ársins hring, 500 þúsund króna verktakagreiðsla á mánuði sem jafngildi um 355 þúsund krónum samkvæmt reiknivél BHM. „Ígildi hálfra kennaralauna. Aðrir fá 9, 6 eða 3 mánuði,“ skrifar Andri Snær. „Starfsöryggi er ekkert, uppsagnarfrestur enginn og jafnvel þótt þú hafir fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs geturðu verið kominn upp á guð og gaddinn upp úr miðjum aldri,“ skrifar Andri Snær og vísar til þess að Gyrðir Elíasson hafi ekki hlotið styrk úr launasjóði rithöfunda. Hann ætlar ekki að sækja um listamannalaun að nýju. Augljós skekkja „Við þurfum að skrifa og þýða bækur fyrir 100.000 börn og ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn um bókstaflega allt milli himins og jarðar, himingeiminn, ævintýri, ást og Íslandssöguna. Það fara tugmilljarðar í að kenna lestur og læsi en nánast ekkert í að styðja þá sem búa til efni sem er skemmtilegt að lesa ef við ætlum okkur í alvöru að orða heiminn á íslensku. Orsakir slakrar Pisa könnunar eru margvíslegar, tiktok, playstation og iphone eiga sín prósentustig, foreldrar eru líka í símanum, en það er augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina. Enn og aftur 13.000 manns í vinnu sem byggir á læsi, tveim tryggð full vinna til skrifta. Það er augljós skekkja,“ segir Andri Snær að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira