„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. desember 2023 21:49 Andri Snær og Eiríkur Rögnvaldsson eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um svarta PISA-skýrslu. vísir Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Eins og greint var frá í dag eru íslenskir nemendur undir meðaltali OECD ríkjanna í þremur meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði pistil í dag þar sem yfirskriftin er „Kolsvört PISA-skýrsla“. Hann ræddi niðurstöður skýrslunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta snúist allt um lesskilning, þó þarna séu þrír þættir; lesskilningur, náttúrufræði og stærðfræði, þá byggist bæði stærðfræðin og náttúrufræðin á lesskilningi. Þetta eru textaverkefni,“ segir Eiríkur. „Lesskilningnum er að hraka og það tengist stöðu íslenskunnar í þjóðfélaginu, gerbreyttu málumhverfi þar sem enskan er orðin miklu stærri hluti af málumhverfi unglinga en hún var.“ Eiríkur bendir á það í pistli sínum að íslensk þýðing PISA-prófanna hafi ekki alltaf verið nógu góð og vísar til greinar frá árinu 2020, eftir Auði Pálsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, þar sem sýnt er fram á að að töluvert sé um ósamræmi í tíðniflokkum orða milli frumtexta og þýðingar, það er að íslensku orðin í prófunum séu oft sjaldgæfari en þau ensku. Eiríkur kveðst hins vegar ekki hafa kannað texta nýjustu PISA-könnunarinnar. Foreldrar skipta miklu máli Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur segir þá þróun skuggalega. „Það er stórkostlegt áhyggjuefni. Það þýðir að það séu miklar líkur á að þessir unglingar falli brott úr skóla og verði þá fastir, þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn, í láglaunastörfum sem krefjast ekki mikillar menntunar,“ segir Eiríkur. Spurður hvað hann myndi sjálfur gera í stöðunni sem menntamálaráðherra segir Eiríkur: „Ég held að að dygði ekki að vera bara menntamálaráðherra, vegna þess að þetta snýst ekki bara um skólakerfið. Þetta snýst um allt þjóðfélagið, við þurfum að breyta aðstæðum íslenskunnar. Þar skipa foreldrarnir og heimilin miklu máli og samfélagið allt þarf að setja íslenskuna í miklu meiri forgang.“ Ígildi hálfra kennaralauna Andri Snær Magnason rithöfundur tjáir sig einnig um niðurstöður könnunarinnar, og beinir sjónum að vinnuumhverfi rithöfunda. „Það eru um 8500 starfsmenn í grunnskólum á Íslandi, um 1800 í félagi framhaldsskólakennara og svo eru um 2400 í félagi leikskólakennara. Lestur og læsi er kjarninn í starfseminni sem byggir síðan að einhverju leyti á góðum bókum eða texta sem hægt er að lesa. Það eru hins vegar aðeins tveir íslenskir barnabókahöfundar sem fá svokölluð ,,full árlaun" í ár, þegar ég skrifaði Tímakistuna var ég sá eini,“ skrifar Andri Snær. Bendir hann á að aðeins tólf rithöfundar fái laun allan ársins hring, 500 þúsund króna verktakagreiðsla á mánuði sem jafngildi um 355 þúsund krónum samkvæmt reiknivél BHM. „Ígildi hálfra kennaralauna. Aðrir fá 9, 6 eða 3 mánuði,“ skrifar Andri Snær. „Starfsöryggi er ekkert, uppsagnarfrestur enginn og jafnvel þótt þú hafir fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs geturðu verið kominn upp á guð og gaddinn upp úr miðjum aldri,“ skrifar Andri Snær og vísar til þess að Gyrðir Elíasson hafi ekki hlotið styrk úr launasjóði rithöfunda. Hann ætlar ekki að sækja um listamannalaun að nýju. Augljós skekkja „Við þurfum að skrifa og þýða bækur fyrir 100.000 börn og ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn um bókstaflega allt milli himins og jarðar, himingeiminn, ævintýri, ást og Íslandssöguna. Það fara tugmilljarðar í að kenna lestur og læsi en nánast ekkert í að styðja þá sem búa til efni sem er skemmtilegt að lesa ef við ætlum okkur í alvöru að orða heiminn á íslensku. Orsakir slakrar Pisa könnunar eru margvíslegar, tiktok, playstation og iphone eiga sín prósentustig, foreldrar eru líka í símanum, en það er augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina. Enn og aftur 13.000 manns í vinnu sem byggir á læsi, tveim tryggð full vinna til skrifta. Það er augljós skekkja,“ segir Andri Snær að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eins og greint var frá í dag eru íslenskir nemendur undir meðaltali OECD ríkjanna í þremur meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði pistil í dag þar sem yfirskriftin er „Kolsvört PISA-skýrsla“. Hann ræddi niðurstöður skýrslunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta snúist allt um lesskilning, þó þarna séu þrír þættir; lesskilningur, náttúrufræði og stærðfræði, þá byggist bæði stærðfræðin og náttúrufræðin á lesskilningi. Þetta eru textaverkefni,“ segir Eiríkur. „Lesskilningnum er að hraka og það tengist stöðu íslenskunnar í þjóðfélaginu, gerbreyttu málumhverfi þar sem enskan er orðin miklu stærri hluti af málumhverfi unglinga en hún var.“ Eiríkur bendir á það í pistli sínum að íslensk þýðing PISA-prófanna hafi ekki alltaf verið nógu góð og vísar til greinar frá árinu 2020, eftir Auði Pálsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur, þar sem sýnt er fram á að að töluvert sé um ósamræmi í tíðniflokkum orða milli frumtexta og þýðingar, það er að íslensku orðin í prófunum séu oft sjaldgæfari en þau ensku. Eiríkur kveðst hins vegar ekki hafa kannað texta nýjustu PISA-könnunarinnar. Foreldrar skipta miklu máli Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Eiríkur segir þá þróun skuggalega. „Það er stórkostlegt áhyggjuefni. Það þýðir að það séu miklar líkur á að þessir unglingar falli brott úr skóla og verði þá fastir, þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn, í láglaunastörfum sem krefjast ekki mikillar menntunar,“ segir Eiríkur. Spurður hvað hann myndi sjálfur gera í stöðunni sem menntamálaráðherra segir Eiríkur: „Ég held að að dygði ekki að vera bara menntamálaráðherra, vegna þess að þetta snýst ekki bara um skólakerfið. Þetta snýst um allt þjóðfélagið, við þurfum að breyta aðstæðum íslenskunnar. Þar skipa foreldrarnir og heimilin miklu máli og samfélagið allt þarf að setja íslenskuna í miklu meiri forgang.“ Ígildi hálfra kennaralauna Andri Snær Magnason rithöfundur tjáir sig einnig um niðurstöður könnunarinnar, og beinir sjónum að vinnuumhverfi rithöfunda. „Það eru um 8500 starfsmenn í grunnskólum á Íslandi, um 1800 í félagi framhaldsskólakennara og svo eru um 2400 í félagi leikskólakennara. Lestur og læsi er kjarninn í starfseminni sem byggir síðan að einhverju leyti á góðum bókum eða texta sem hægt er að lesa. Það eru hins vegar aðeins tveir íslenskir barnabókahöfundar sem fá svokölluð ,,full árlaun" í ár, þegar ég skrifaði Tímakistuna var ég sá eini,“ skrifar Andri Snær. Bendir hann á að aðeins tólf rithöfundar fái laun allan ársins hring, 500 þúsund króna verktakagreiðsla á mánuði sem jafngildi um 355 þúsund krónum samkvæmt reiknivél BHM. „Ígildi hálfra kennaralauna. Aðrir fá 9, 6 eða 3 mánuði,“ skrifar Andri Snær. „Starfsöryggi er ekkert, uppsagnarfrestur enginn og jafnvel þótt þú hafir fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs geturðu verið kominn upp á guð og gaddinn upp úr miðjum aldri,“ skrifar Andri Snær og vísar til þess að Gyrðir Elíasson hafi ekki hlotið styrk úr launasjóði rithöfunda. Hann ætlar ekki að sækja um listamannalaun að nýju. Augljós skekkja „Við þurfum að skrifa og þýða bækur fyrir 100.000 börn og ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn um bókstaflega allt milli himins og jarðar, himingeiminn, ævintýri, ást og Íslandssöguna. Það fara tugmilljarðar í að kenna lestur og læsi en nánast ekkert í að styðja þá sem búa til efni sem er skemmtilegt að lesa ef við ætlum okkur í alvöru að orða heiminn á íslensku. Orsakir slakrar Pisa könnunar eru margvíslegar, tiktok, playstation og iphone eiga sín prósentustig, foreldrar eru líka í símanum, en það er augljóst að við höfum vanrækt rótina og frumsköpunina. Enn og aftur 13.000 manns í vinnu sem byggir á læsi, tveim tryggð full vinna til skrifta. Það er augljós skekkja,“ segir Andri Snær að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira