Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2023 19:33 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Vísir/Einar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“ PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“
PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41