Slátrun en ekki stríð – brúðuleikhús BNA Pétur Heimisson skrifar 12. desember 2023 06:30 Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Pétur Heimisson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar