Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:31 Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar