Undirstaða friðar og farsældar Bjarni Benediktsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar