Þegar fólk verður fráflæðisvandi Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun