Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2023 09:19 Viðræður standa yfir um texta ályktunarinnar. epa/Abir Sultan Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira