Bleiki fíllinn í postulínsbúðinni Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar