Bleiki fíllinn í postulínsbúðinni Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Viðreisn Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun