Utanríkisstefnan sem hvarf Daníel Þröstur Pálsson skrifar 12. janúar 2024 20:31 Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar