„Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:28 Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira