Kristinfræði og trúarbragðafræði til stúdentsprófs Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar