Stóraukið framboð af íslenskunámi Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Framangreindar aðgerðir eru á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og hafa þær þegar verið fjármagnaðar í gegnum Samstarf háskóla, en samstarf til eflingar íslensku og máltækni var eitt af áhersluatriðum í Samstarfi háskóla þegar það var kynnt á síðasta ári. Aðgerðirnar hafa það að markmiði að bæta aðgengi að námi í íslensku og að undirstrika samfélagslegt mikilvægi háskóla. Nú þegar er byrjað að vinna að nokkrum verkþáttum í aðgerðaráætlun sem kynnt var í lok síðasta árs og er nú til umfjöllunar sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Það er fagnaðarefni hvernig háskólarnir hafa tekið höndum saman í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa. Það er sérstök ástæða til að hrósa háskólamálaráðherranum fyrir hversu góður gangur eru í málefnum íslenskunnar á hennar ábyrgðarsviði. Ein aðgerðin snýr að sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli sem þróað er í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða. Innflytjendum gefst með þessu tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli og kennsla á hluta námsleiðarinnar hófst haustið 2023. Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi verður bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs, samstarf Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri. Fyrstu námskeið voru kennd síðasta haust og stefnt er á að námsbrautin verði að fullu starfandi síðar á þessu ári. Í haust verður svo farið af stað með nýja námsleið fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Með þessu verður aðgengi innflytjenda að almennu háskólanámi bætt til muna en að þessu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Tunga hverrar þjóðar er spegill og andlit hennar er menntun. Orðin eru undirstaða tungumálsins en orðin geta ekki verið án einhverrar hugmyndar eða skilnings, viljum við sjá framfarir. Af því orðin leiða hugmyndir fólks í ljós, geta þau hvorki verið fleiri eða öðruvísi en hugmyndunum er samboðið. Séu hugmyndirnar þróttlitlar, óskýrar og á reiki, hljóta orðin að vera það líka. Þannig stendur mál hverrar þjóðar í nauðsynlegu hlutfalli við þá menntun sem hún hefur öðlast. Sé mál hennar orðfátt, má ganga að því vísu að sú þjóð sé ekki komin langt í menntun. Því hefur verið haldið fram að engin þjóð getur átt fagurt og vandað mál sem ekki leggi mikla alúð við menntun. Þannig skrifaði Þórður Jónasson, ritstjóri og dómstjóri, í fyrstu blaðgreininni um íslenskt mál, sem rituð var árið 1847 í Reykjavíkurpósti. Þessar hugleiðingar eru sígildar og eiga enn við í dag. Við verðum að halda áfram að auka framboðið að menntun í íslensku til þess að við sjáum Ísland þróast í þá átt sem við viljum, sem er hiklaust að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Alþingi Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Framangreindar aðgerðir eru á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og hafa þær þegar verið fjármagnaðar í gegnum Samstarf háskóla, en samstarf til eflingar íslensku og máltækni var eitt af áhersluatriðum í Samstarfi háskóla þegar það var kynnt á síðasta ári. Aðgerðirnar hafa það að markmiði að bæta aðgengi að námi í íslensku og að undirstrika samfélagslegt mikilvægi háskóla. Nú þegar er byrjað að vinna að nokkrum verkþáttum í aðgerðaráætlun sem kynnt var í lok síðasta árs og er nú til umfjöllunar sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Það er fagnaðarefni hvernig háskólarnir hafa tekið höndum saman í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa. Það er sérstök ástæða til að hrósa háskólamálaráðherranum fyrir hversu góður gangur eru í málefnum íslenskunnar á hennar ábyrgðarsviði. Ein aðgerðin snýr að sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli sem þróað er í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða. Innflytjendum gefst með þessu tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli og kennsla á hluta námsleiðarinnar hófst haustið 2023. Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi verður bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs, samstarf Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri. Fyrstu námskeið voru kennd síðasta haust og stefnt er á að námsbrautin verði að fullu starfandi síðar á þessu ári. Í haust verður svo farið af stað með nýja námsleið fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Með þessu verður aðgengi innflytjenda að almennu háskólanámi bætt til muna en að þessu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Tunga hverrar þjóðar er spegill og andlit hennar er menntun. Orðin eru undirstaða tungumálsins en orðin geta ekki verið án einhverrar hugmyndar eða skilnings, viljum við sjá framfarir. Af því orðin leiða hugmyndir fólks í ljós, geta þau hvorki verið fleiri eða öðruvísi en hugmyndunum er samboðið. Séu hugmyndirnar þróttlitlar, óskýrar og á reiki, hljóta orðin að vera það líka. Þannig stendur mál hverrar þjóðar í nauðsynlegu hlutfalli við þá menntun sem hún hefur öðlast. Sé mál hennar orðfátt, má ganga að því vísu að sú þjóð sé ekki komin langt í menntun. Því hefur verið haldið fram að engin þjóð getur átt fagurt og vandað mál sem ekki leggi mikla alúð við menntun. Þannig skrifaði Þórður Jónasson, ritstjóri og dómstjóri, í fyrstu blaðgreininni um íslenskt mál, sem rituð var árið 1847 í Reykjavíkurpósti. Þessar hugleiðingar eru sígildar og eiga enn við í dag. Við verðum að halda áfram að auka framboðið að menntun í íslensku til þess að við sjáum Ísland þróast í þá átt sem við viljum, sem er hiklaust að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun