Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 22:33 Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Píratar Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar