Örlagastund? Margrét Kristín Blöndal skrifar 8. febrúar 2024 10:01 Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína).
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun