Við eldri þvælumst ekki fyrir Jón Ragnar Björnsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun