75 börn Hjalti Jón Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:30 Í 24.kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá tveimur mönnum á göngu til þorpsins Emmaus, Kristur upprisinn slæst í för með þeim en það segir að augu mannanna tveggja hafi verið svo blinduð að þeir þekktu hann ekki. (Lúk.24:17)Að koma auga á Krist getur reynst erfitt. Það getur reynst okkur svo erfitt að koma auga á Krist hvert í öðru. Það getur reynst okkur erfitt að leitast við að sjá og virða hið heilaga, í hverri manneskju, hver sem hún er, hvaðan sem hún kemur.Þetta sjáum við þegar öðrun og afmennskun á sér stað, þegar fólki er skipt í flokka, það erum ,,við” og ,,þau”.Nú þegar tími föstunnar hefur gengið í garð er rétt að íhuga orð 51. Davíðssálms:Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. (Sl.51:19) Það er auðvelt að forherða hjörtu sín, verða samkenndarþreytu að bráð.Hvort sálmaskáldið sé ekki að hvetja okkur til að halda áfram að finna til, að varðveita virðinguna fyrir sameiginlegri mennsku okkar allra og treysta enn á Guð sem er með okkur í þjáningunni, hversu þversagnakennt sem það kann að virðast?Á krossinum, föstudaginn langa, segir Kristur við ræningjann, krossfestan við hlið sér: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í paradís. (Lúk.23:43) Kvöldi fyrr hafði Jesús verið með vinum sínum, þvegið fætur þeirra.„Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.” (Jóh.13:12-15)Það er verið að kalla okkur til lífs í þjónustu.Ekkert er jafn heilagt og að vernda börn. Það er hin sannasta þjónusta. Í frétt á RÚV frá 10.febrúar segir: ,,Tæplega 130 Palestínumenn hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá 7. október, þar af 75 börn.” 75 börn. Þar sem við erum elskandi samfélag erum við stöðugt að spyrja okkur þessarar spurningar: ,,Hvernig gengur okkur að vernda börnin okkar hér á landi, hvaðan sem þau koma?” Við heyrum af áhyggjur af innviðum, eins og skólakerfinu. En 75 börn munu ekki knésetja innviði okkar, við eigum að keppast eftir því að lofa þeim lífi.Því ef innviðirnir eiga erfitt með að taka á móti 75 börnum sem flýja þjóðarmorð, þá er ábyrgðin ekki barnanna, ábyrgðin er fullorðna fólksins. Ábyrgðin er stjórnvalda að bregðast við ákalli sem heyrst hefur t.a.m. frá skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu hér á landi, reyndar að því mér virðist í mörg ár. Ákall um réttlæti á sér margar myndir.Þrjár íslenskar konur hrópuðu um réttlæti frá Egyptalandi fyrr í febrúarmánuði.Okkur ber sem þjóð að gera allt hvað við getum til að hjálpa fólkinu á Gaza sem flýja þarf þjóðarmorð. Trúin án verka er dauð, það eru skilaboðin sem við lesum í 2.kafla Jakobsbréfs. Já, og hver er trú okkar?Ég geri trúarjátningu vonarinnar eftir Gerardo Oberman, í þýðingu sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, að trúarjátningu minni: Trúarjátning vonarinnar Ég trúi á Guð, á Guð allra trúarjátninga, með öllum sínum sannindum. En umfram allt trúi ég á þann Guð sem rís upp úr andvana orðum til þess að verða hluti af lífinu. Ég trúi á Guð sem er mér nærri, og fylgir mér hvert skref á jörðu. Sem oft og einatt gekk á eftir mér og fylgdist með mistökum mínum og þjáðist með mér þess vegna. Sem stundum gekk við hlið mér, talaði við mig og kenndi mér, og stundum gekk á undan mér, leiðbeindi mér og gaf mér taktinn í göngulaginu. Ég trúi á Guð sem er af holdi og blóði, Jesús Krist, Guð sem varð manneskja eins og ég og gekk í skónum mínum Guð sem fór sömu leið og ég og þekkir ljós og skugga. Guð sem neytti matar og leið hungur, átti heimili og var einmana, var fagnað og bölvað, var kysstur og hræktur, var elskaður og hataður. Guð sem tók þátt í gleðskap og sorgarstundum. Guð sem hló og grét. Ég trúi á Guð sem horfir með athygli á heiminn, sér hatrið sem breiðist út, og aðskilur, hrekur til hliðar, særir og deyðir: sér kúlurnar sem smjúga gegn um húð og hold, sér saklaust blóð sem úthellt er yfir jörðina, sér höndina sem grípur ofan í ókunna vasa, og rænir því sem aðrir þurfa til matar, sér dómarann sem dæmir þeim í hag sem borga best og setur hræsnina á æðra sess en sannleika og réttlæti. Guð sem sér menguðu fljótin og dauðu fiskana, sér eiturefnin sem eyðileggja jörðina og setja göt á himininn. Guð sem sér hvernig framtíðin er fjötruð í veðböndum og skuld mannanna vex. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt, og heldur áfram að gráta. En ég trúi líka á Guð sem sér móðurina sem fæðir, sér hvernig lífið fæðist með þraut, sér tvö börn að leik, sér útsæði samstöðunnar vaxa, sér runna blómstra í rústunum, sér nýtt upphaf. Sér þrjár ruglaðar konur sem hrópa um réttlæti og eiga sér óskadraum sem aldrei deyr. Sér sólina koma upp hvern morgunn því að núna er tími tækifæranna. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt og brosir breitt því að þrátt fyrir allt er von. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í 24.kafla Lúkasarguðspjalls er sagt frá tveimur mönnum á göngu til þorpsins Emmaus, Kristur upprisinn slæst í för með þeim en það segir að augu mannanna tveggja hafi verið svo blinduð að þeir þekktu hann ekki. (Lúk.24:17)Að koma auga á Krist getur reynst erfitt. Það getur reynst okkur svo erfitt að koma auga á Krist hvert í öðru. Það getur reynst okkur erfitt að leitast við að sjá og virða hið heilaga, í hverri manneskju, hver sem hún er, hvaðan sem hún kemur.Þetta sjáum við þegar öðrun og afmennskun á sér stað, þegar fólki er skipt í flokka, það erum ,,við” og ,,þau”.Nú þegar tími föstunnar hefur gengið í garð er rétt að íhuga orð 51. Davíðssálms:Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi. Sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta. (Sl.51:19) Það er auðvelt að forherða hjörtu sín, verða samkenndarþreytu að bráð.Hvort sálmaskáldið sé ekki að hvetja okkur til að halda áfram að finna til, að varðveita virðinguna fyrir sameiginlegri mennsku okkar allra og treysta enn á Guð sem er með okkur í þjáningunni, hversu þversagnakennt sem það kann að virðast?Á krossinum, föstudaginn langa, segir Kristur við ræningjann, krossfestan við hlið sér: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í paradís. (Lúk.23:43) Kvöldi fyrr hafði Jesús verið með vinum sínum, þvegið fætur þeirra.„Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.” (Jóh.13:12-15)Það er verið að kalla okkur til lífs í þjónustu.Ekkert er jafn heilagt og að vernda börn. Það er hin sannasta þjónusta. Í frétt á RÚV frá 10.febrúar segir: ,,Tæplega 130 Palestínumenn hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá 7. október, þar af 75 börn.” 75 börn. Þar sem við erum elskandi samfélag erum við stöðugt að spyrja okkur þessarar spurningar: ,,Hvernig gengur okkur að vernda börnin okkar hér á landi, hvaðan sem þau koma?” Við heyrum af áhyggjur af innviðum, eins og skólakerfinu. En 75 börn munu ekki knésetja innviði okkar, við eigum að keppast eftir því að lofa þeim lífi.Því ef innviðirnir eiga erfitt með að taka á móti 75 börnum sem flýja þjóðarmorð, þá er ábyrgðin ekki barnanna, ábyrgðin er fullorðna fólksins. Ábyrgðin er stjórnvalda að bregðast við ákalli sem heyrst hefur t.a.m. frá skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu hér á landi, reyndar að því mér virðist í mörg ár. Ákall um réttlæti á sér margar myndir.Þrjár íslenskar konur hrópuðu um réttlæti frá Egyptalandi fyrr í febrúarmánuði.Okkur ber sem þjóð að gera allt hvað við getum til að hjálpa fólkinu á Gaza sem flýja þarf þjóðarmorð. Trúin án verka er dauð, það eru skilaboðin sem við lesum í 2.kafla Jakobsbréfs. Já, og hver er trú okkar?Ég geri trúarjátningu vonarinnar eftir Gerardo Oberman, í þýðingu sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, að trúarjátningu minni: Trúarjátning vonarinnar Ég trúi á Guð, á Guð allra trúarjátninga, með öllum sínum sannindum. En umfram allt trúi ég á þann Guð sem rís upp úr andvana orðum til þess að verða hluti af lífinu. Ég trúi á Guð sem er mér nærri, og fylgir mér hvert skref á jörðu. Sem oft og einatt gekk á eftir mér og fylgdist með mistökum mínum og þjáðist með mér þess vegna. Sem stundum gekk við hlið mér, talaði við mig og kenndi mér, og stundum gekk á undan mér, leiðbeindi mér og gaf mér taktinn í göngulaginu. Ég trúi á Guð sem er af holdi og blóði, Jesús Krist, Guð sem varð manneskja eins og ég og gekk í skónum mínum Guð sem fór sömu leið og ég og þekkir ljós og skugga. Guð sem neytti matar og leið hungur, átti heimili og var einmana, var fagnað og bölvað, var kysstur og hræktur, var elskaður og hataður. Guð sem tók þátt í gleðskap og sorgarstundum. Guð sem hló og grét. Ég trúi á Guð sem horfir með athygli á heiminn, sér hatrið sem breiðist út, og aðskilur, hrekur til hliðar, særir og deyðir: sér kúlurnar sem smjúga gegn um húð og hold, sér saklaust blóð sem úthellt er yfir jörðina, sér höndina sem grípur ofan í ókunna vasa, og rænir því sem aðrir þurfa til matar, sér dómarann sem dæmir þeim í hag sem borga best og setur hræsnina á æðra sess en sannleika og réttlæti. Guð sem sér menguðu fljótin og dauðu fiskana, sér eiturefnin sem eyðileggja jörðina og setja göt á himininn. Guð sem sér hvernig framtíðin er fjötruð í veðböndum og skuld mannanna vex. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt, og heldur áfram að gráta. En ég trúi líka á Guð sem sér móðurina sem fæðir, sér hvernig lífið fæðist með þraut, sér tvö börn að leik, sér útsæði samstöðunnar vaxa, sér runna blómstra í rústunum, sér nýtt upphaf. Sér þrjár ruglaðar konur sem hrópa um réttlæti og eiga sér óskadraum sem aldrei deyr. Sér sólina koma upp hvern morgunn því að núna er tími tækifæranna. Ég trúi á Guð sem sér þetta allt og brosir breitt því að þrátt fyrir allt er von. Höfundur er prestur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar