Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 10:05 Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna. LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna.
LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira