Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2024 20:40 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er verkefnisstjóri loðnuleitarinnar. Arnar Halldórsson Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun. Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjórarnir skiptu með sér 260 milljónum Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Sjá meira
Loðnan er næstverðmætasti veiðistofn Íslendinga á eftir þorskinum. Hún er svo mikið ævintýri að aðeins fárra vikna veiði getur skilað tugmilljarða króna útflutningstekjum. Það er því ekki nema von að útgerðin og Hafrannsóknastofnun efni núna til þriðju leitarinnar frá áramótum. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða tvo þriðju hluta kostnaðar að þessu sinni. „Já, það er augljóst að það er mikið undir. Og einmitt vegna þess hvað þetta er skammlífur stofn og miklar sveiflur í honum, að þá er þetta mikil spenna í kringum þetta,“ segir Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri loðnuleitar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, mun leita miðin út af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.Vilhelm Gunnarsson Hvorugt skip Hafrannsóknastofnunar mun þó taka þátt í leitinni heldur þrjú skip frá útgerðinni. Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak halda á morgun til leitar undan Suðausturlandi og Heimaey fer á föstudag til leitar undan Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. „Það er ennþá von. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en í síðasta ár. Í febrúar í fyrra birtist mikið magn af loðnu út af Húnaflóa á þessum tíma, svipuðum tíma og núna. Það er ennþá möguleiki að það geti til dæmis eitthvað birst á því svæði.“ Þar fannst raunar óvænt risatorfa í fyrra. „Þá birtust 400 þúsund tonn þarna út af Húnaflóanum, rúmlega það,“ segir fiskifræðingurinn. Höfn í Hornafirði er í hópi loðnuvinnslubæja. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess fyrir aftan.Arnar Halldórsson Niðurstöður loðnuleitarinnar gætu legið fyrir um eða upp úr næstu helgi. En ef eitthvað finnst er hins vegar ljóst að þá verður skammur tími til stefnu því það styttist í hrygningu loðnunnar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er orðinn stuttur tími líka fyrir skipin að veiða þetta. Þannig að stutta svarið er kannski að þetta verður ekki risavertíð. Það held ég að hljóti að vera ljóst. En nákvæmlega hvað magnið verður og hvort það verður eitthvað, það verða bara niðurstöðurnar okkar að leiða í ljós,“ segir Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Síldarvinnslan Ísfélagið Brim Tengdar fréttir Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31 Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30 Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjórarnir skiptu með sér 260 milljónum Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Sjá meira
Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar. 14. febrúar 2024 21:31
Líklega engin stór loðnutorfa fyrir suðaustan Loðnutorfan sem skipstjórar þriggja uppsjávarveiðiskipa sáu undan Suðausturlandi í vikunni er ekki stór að sögn Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Ekki er komin niðurstaða en engar vísbendingar benda til þess að eitthvað stórt sé þarna á ferðinni. 15. febrúar 2024 16:30
Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. 22. febrúar 2023 22:45