Vildi einn lækka stýrivexti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 18:36 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35