Taxi! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 14:30 Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigubílar Miðflokkurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun