„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans. Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent