Núna er þetta bara orðið ágætt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Alþingi Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar