Þegar ég verð stór Berglind Sunnu Bragadóttir skrifar 9. mars 2024 15:01 Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun