Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. mars 2024 10:00 Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Leigubílar Íslensk tunga Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun