Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. mars 2024 10:00 Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Leigubílar Íslensk tunga Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun