Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum Tumi Kolbeinsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun