Táknmyndir páskanna og náttúruvernd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. mars 2024 22:00 Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar