Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 14:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi, og meðal annars innan Demókrataflokksins, um að draga úr eða jafnvel stöðva vopnasendingar til Ísrael. AP/Matt Kelley Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45