Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Yousef Ingi Tamimi skrifar 15. apríl 2024 07:01 Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Eurovision Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun