Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 20:05 Jóhannes Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sem stýrir tilrauninni í fjósinu með metanlosunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira