25 þjóðerni í Grundaskóla á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 14:31 Nemendur unnu fjölbreytt og skemmtileg verkefni á fjölmenningardögunum. Aðsend Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi. Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans
Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira