Hvar er eldhúsglugginn? Elsa Ævarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:31 Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun