Hvar er eldhúsglugginn? Elsa Ævarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:31 Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun