Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 11:19 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir mikilvægt að tryggja jafningjastarf en að það verði að vera faglegt og eftirlit með því. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf. „Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega. Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Segir Aþenu svikna um aðstöðu Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Sjá meira
„Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega.
Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Segir Aþenu svikna um aðstöðu Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Sjá meira
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25