Börnin okkar Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar