Mikilvægi íþróttafélaga Lárus Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 21:01 Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun