Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Tinna Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 10:31 Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar