Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 17:09 Ronja og hundurinn Úlfur Tiro. Hann er í lagi en sjálfsvirðingin aðeins moluð eftir viðureignina við hina grimmu álft. aðsend Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. „Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja. Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja.
Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira