Stéttarfélög í fjötrum meðvirkar stjórnsýslu Indriði Stefánsson skrifar 22. maí 2024 07:17 Engin þeirra réttinda sem okkur finnast sjálfsögð í dag eins og sumarfrí, veikindaréttur, hádegishlé, hvíldartími eða neitt það sem kalla mætti réttindi launþega varð til vegna þess að atvinnurekendum þættu þau eðlileg. Þau urðu til fyrir baráttu launþega fyrir bættum kjörum oft með vinnudeilum, oft gegn harðri andstöðu. Engin virðing frá Samtökum atvinnulífsins fyrir samningsfrelsi eða lýðræði Þrátt fyrir að stéttarfélög hafi samningsfrelsi þegar kemur að samningum er ekki nein virðing borin fyrir því. Samningar annarra félaga eru notaðir af SA sem ófrávíkjanlegir og í því skyni er mikilli hörku beitt, þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir vikum saman, var ekki í boði að hefja viðræður eða eiga neina aðkomu að þeim samningum sem þá voru í gangi, líkt og var gert í þjóðarsáttarsamningunum. Nú er síðan orðið ljóst að það er heldur engin virðing borin fyrir lýðræðislegri niðurstöðu kosningar um kjarasamninga milli SSF og SA þar sem þrátt fyrir að fleiri hafi greitt atkvæði með því að fella samninginn en að samþykkja, þá vilja Samtök Atvinnulífsins að afstaða þeirra sem völdu að taka ekki afstöðu til samningana verði notuð sem afstaða til að samþykkja samningana, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Afkoma bankana með besta móti Ég er trúnaðarmaður í fjármálafyrirtæki og rekstur bankana gengur með allra besta móti, hagnaðartölur eru afar góðar, framleiðnin eykst um tugi prósenta þrátt fyrir að bankarnir hafi fækkað starfsfólki töluvert, þrátt fyrir þetta nýtur starfsfólk bankana eða almenningur þess ekki. Kæmi til þess að starfsfólk bankana nyti þessa rekstrarafgangs frekar en eigendur bankana myndi ekki leiða til verðbólgu verður það að teljast hæpið. Eina raunverulega leiðin fyrir bankana til að velta launahækkunum í sína þóknun væri með því að hækka vexti en samkvæmt Seðlabankanum er það eina mögulega leiðin sem við höfum til að takast á við verðbólgu, eða var það ekki örugglega? Nánast ómögulegt að fella kjarasamninga Það er býsna algengt að það þurfi ekki telja atkvæði þegar kosið er um samþykkt um kjarasamningana þar sem ekki næst lágmarksþáttaka og þá samningarnir sjálfkrafa samþykktir. Það sama gildir um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem er þá líka sjálfkrafa samþykkt, þannig er þetta allt mjög ólýðræðislegt í raun þar sem allur vafi fellur atvinnurekenda megin og öll stjórnsýslan virðist sætta sig við það. 2020 var kosið um framlengingu kjarasamnings sem fór á þá leið að fleiri vildu fella en samþykkja en vegna óskýrra laga ákvað félagsdómur að úrskurða samningin samþykktan, meira um þetta í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Ólýðræðislegt lagaákvæði Samtök Atvinnulífsins byggja sína túlkun á því að samkvæmt lögum þurfi meirihluti að fella kjarasamning annars teljist hann samþykktur, óháð því hvort fólk sé sammála niðurstöðunni ætti okkur sem aðhyllumst lýðræðislega niðurstöðu að vera misboðið að niðurstaðan sé gegn þeim valkosti sem flest völdu. Ákvæðið sem þessi túlkun öll byggir á er sett inn til að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni, sem er gott og blessað en ef skilyrði þátttöku nást ætti þá ekki að virða þá niðurstöðu? Ef hugmyndin er að hvetja til þátttöku má öllum vera ljóst að ákvæði um að túlka atkvæði þvert á vilja þess sem greiðir atkvæðið vinni gróflega gegn því takmarki, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Við lifum á áhugaverðum tímum Það er alveg ljóst að nú er frábær tíð fyrir atvinnurekendur. Samtök launþega hafa litla möguleika á því að sækja launahækkanir óháð því hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Við erum því komin á endastöð með umbætur verkafólks sem er grafalvarlegt á umbrotatímum sem þessum þar sem yfirvofandi eru tæknibreytingar með gervigreind og annarri sjálfvirknivæðingu. Engar umbætur munu fást af frumkvæði atvinnurekenda, þær þurfa að koma frá verkalýðshreyfingunni sem verður nú sem aldrei fyrr að standa saman. Leiðinlega smáa letrið Í 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 segir að samningar teljist samþykktir nema þeir séu felldir í leynilegri kosningu með meirihluti greiddra atkvæða. Tilfellið er að Samtök Atvinnulífsins vilja að atkvæðin sem tóku ekki afstöðu teljist til greiddra atkvæða. Mun eðlilegra er að segja að það að taka ekki afstöðu sé að greiða ekki atkvæði, annars er það notað sem afstaða að taka ekki afstöðu. Í athugasemdum um frumvarpið frá 1996 sem breytti lögunum kemur fram að tilgangurinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni og því sett inn ákvæði um lágmarksþátttöku, umræðan í þingsal fjallaði einmitt mest um það. Þar sem ákvæðið er gallað er óheppilegt að þar komi ekki fram skýr vilji löggjafans um þetta sjá nánar hér. Enn fremur má benda á að almennt eru auð atkvæði þess eðlis að atkvæðið er ekki greitt einum kosti frekar en öðrum í því samhengi má benda á að á Alþingi heitir það að skila auðu við atkvæðagreiðslu að greiða ekki atkvæði. Í tilfelli félagsdóms frá 2020 vísar hann til 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 um stéttarfélög og vinnudeilur til að sækja ákvæðið um að meirihluti atkvæða skuli gilda til að meta samningin samþykktan þar sem slíkt ákvæði var ekki að finna í lögunum sem giltu um þá kjarasamninga. Öllum sem aðhyllast lýðræði ætti að finnast mikilvægt að laga þessa annmarka enda kom frumvarp um það strax árið eftir en það var þingmannamál frá stjórnarandstöðu sem varð að engu. Enn áhugaverðara er að ef fram fer almenn leynileg póstkosning þá gildir niðurstaðan óháð þátttöku. Því ættu stéttarfélög frekar að nýta sér það en að nota netkosningu eða kjósa á pappír, hvort netkosning teljist póstkosning tók Félagsdómur það líka fyrir og mat sem svo að svo sé ekki þrátt fyrir að netkosning sé í eðli sínu allt annað ferli en það sem tíðkaðist þegar lögin voru sett og fólk þurfti að mæta í eigin persónu á skrifstofu stéttarfélags og greiða atkvæði á atkvæðaseðil. Höfundur er trúnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Stéttarfélög Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Engin þeirra réttinda sem okkur finnast sjálfsögð í dag eins og sumarfrí, veikindaréttur, hádegishlé, hvíldartími eða neitt það sem kalla mætti réttindi launþega varð til vegna þess að atvinnurekendum þættu þau eðlileg. Þau urðu til fyrir baráttu launþega fyrir bættum kjörum oft með vinnudeilum, oft gegn harðri andstöðu. Engin virðing frá Samtökum atvinnulífsins fyrir samningsfrelsi eða lýðræði Þrátt fyrir að stéttarfélög hafi samningsfrelsi þegar kemur að samningum er ekki nein virðing borin fyrir því. Samningar annarra félaga eru notaðir af SA sem ófrávíkjanlegir og í því skyni er mikilli hörku beitt, þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir vikum saman, var ekki í boði að hefja viðræður eða eiga neina aðkomu að þeim samningum sem þá voru í gangi, líkt og var gert í þjóðarsáttarsamningunum. Nú er síðan orðið ljóst að það er heldur engin virðing borin fyrir lýðræðislegri niðurstöðu kosningar um kjarasamninga milli SSF og SA þar sem þrátt fyrir að fleiri hafi greitt atkvæði með því að fella samninginn en að samþykkja, þá vilja Samtök Atvinnulífsins að afstaða þeirra sem völdu að taka ekki afstöðu til samningana verði notuð sem afstaða til að samþykkja samningana, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Afkoma bankana með besta móti Ég er trúnaðarmaður í fjármálafyrirtæki og rekstur bankana gengur með allra besta móti, hagnaðartölur eru afar góðar, framleiðnin eykst um tugi prósenta þrátt fyrir að bankarnir hafi fækkað starfsfólki töluvert, þrátt fyrir þetta nýtur starfsfólk bankana eða almenningur þess ekki. Kæmi til þess að starfsfólk bankana nyti þessa rekstrarafgangs frekar en eigendur bankana myndi ekki leiða til verðbólgu verður það að teljast hæpið. Eina raunverulega leiðin fyrir bankana til að velta launahækkunum í sína þóknun væri með því að hækka vexti en samkvæmt Seðlabankanum er það eina mögulega leiðin sem við höfum til að takast á við verðbólgu, eða var það ekki örugglega? Nánast ómögulegt að fella kjarasamninga Það er býsna algengt að það þurfi ekki telja atkvæði þegar kosið er um samþykkt um kjarasamningana þar sem ekki næst lágmarksþáttaka og þá samningarnir sjálfkrafa samþykktir. Það sama gildir um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem er þá líka sjálfkrafa samþykkt, þannig er þetta allt mjög ólýðræðislegt í raun þar sem allur vafi fellur atvinnurekenda megin og öll stjórnsýslan virðist sætta sig við það. 2020 var kosið um framlengingu kjarasamnings sem fór á þá leið að fleiri vildu fella en samþykkja en vegna óskýrra laga ákvað félagsdómur að úrskurða samningin samþykktan, meira um þetta í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Ólýðræðislegt lagaákvæði Samtök Atvinnulífsins byggja sína túlkun á því að samkvæmt lögum þurfi meirihluti að fella kjarasamning annars teljist hann samþykktur, óháð því hvort fólk sé sammála niðurstöðunni ætti okkur sem aðhyllumst lýðræðislega niðurstöðu að vera misboðið að niðurstaðan sé gegn þeim valkosti sem flest völdu. Ákvæðið sem þessi túlkun öll byggir á er sett inn til að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni, sem er gott og blessað en ef skilyrði þátttöku nást ætti þá ekki að virða þá niðurstöðu? Ef hugmyndin er að hvetja til þátttöku má öllum vera ljóst að ákvæði um að túlka atkvæði þvert á vilja þess sem greiðir atkvæðið vinni gróflega gegn því takmarki, meira um það í leiðinlega smáa letrinu hér fyrir neðan. Við lifum á áhugaverðum tímum Það er alveg ljóst að nú er frábær tíð fyrir atvinnurekendur. Samtök launþega hafa litla möguleika á því að sækja launahækkanir óháð því hvort þær séu eðlilegar eða ekki. Við erum því komin á endastöð með umbætur verkafólks sem er grafalvarlegt á umbrotatímum sem þessum þar sem yfirvofandi eru tæknibreytingar með gervigreind og annarri sjálfvirknivæðingu. Engar umbætur munu fást af frumkvæði atvinnurekenda, þær þurfa að koma frá verkalýðshreyfingunni sem verður nú sem aldrei fyrr að standa saman. Leiðinlega smáa letrið Í 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 segir að samningar teljist samþykktir nema þeir séu felldir í leynilegri kosningu með meirihluti greiddra atkvæða. Tilfellið er að Samtök Atvinnulífsins vilja að atkvæðin sem tóku ekki afstöðu teljist til greiddra atkvæða. Mun eðlilegra er að segja að það að taka ekki afstöðu sé að greiða ekki atkvæði, annars er það notað sem afstaða að taka ekki afstöðu. Í athugasemdum um frumvarpið frá 1996 sem breytti lögunum kemur fram að tilgangurinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að fámennur fundur ráði niðurstöðunni og því sett inn ákvæði um lágmarksþátttöku, umræðan í þingsal fjallaði einmitt mest um það. Þar sem ákvæðið er gallað er óheppilegt að þar komi ekki fram skýr vilji löggjafans um þetta sjá nánar hér. Enn fremur má benda á að almennt eru auð atkvæði þess eðlis að atkvæðið er ekki greitt einum kosti frekar en öðrum í því samhengi má benda á að á Alþingi heitir það að skila auðu við atkvæðagreiðslu að greiða ekki atkvæði. Í tilfelli félagsdóms frá 2020 vísar hann til 3.mgr. 5. gr laga 80/1930 um stéttarfélög og vinnudeilur til að sækja ákvæðið um að meirihluti atkvæða skuli gilda til að meta samningin samþykktan þar sem slíkt ákvæði var ekki að finna í lögunum sem giltu um þá kjarasamninga. Öllum sem aðhyllast lýðræði ætti að finnast mikilvægt að laga þessa annmarka enda kom frumvarp um það strax árið eftir en það var þingmannamál frá stjórnarandstöðu sem varð að engu. Enn áhugaverðara er að ef fram fer almenn leynileg póstkosning þá gildir niðurstaðan óháð þátttöku. Því ættu stéttarfélög frekar að nýta sér það en að nota netkosningu eða kjósa á pappír, hvort netkosning teljist póstkosning tók Félagsdómur það líka fyrir og mat sem svo að svo sé ekki þrátt fyrir að netkosning sé í eðli sínu allt annað ferli en það sem tíðkaðist þegar lögin voru sett og fólk þurfti að mæta í eigin persónu á skrifstofu stéttarfélags og greiða atkvæði á atkvæðaseðil. Höfundur er trúnaðarmaður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun