Sundtískan Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 09:32 Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Tíska og hönnun Sundlaugar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar