Til varnar líffjölbreytileika Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 29. maí 2024 08:01 Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Dýr Skordýr Blóm Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00 Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar