Hvers konar bull er þetta! Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá tillögur um niðurskurð í fjármálaáætlun 2025- 2029 til löggæslu var „hvers konar bull er þetta“. Lögreglustjórar, lögreglumenn og stéttarfélag lögreglumanna hafa verið óþreytandi síðustu ár við að benda á þörf fyrir að fjölga lögreglumönnum og láta lögreglu fá fleiri tæki í hendur til þess að sinna störfum sínum. Flestir fjölmiðlar hafa tekið undir þetta ákall lögreglunnar og bent á brotalamir í löggæslu, að við nálgumst hættuástand með allt of fáum lögreglumönnum á vakt. Það kemur mér því í opna skjöldu þegar stjórnmálamenn telja að í löggæslu sé gott tækifæri til að skera niður og spara. Enn meira kemur mér á óvart þegar ráðherra dómsmála segist ekki telja að þessi niðurskurður muni bitna á þjónustu eða viðbragðstíma lögreglu. Það er greinilega kominn tími til að minna enn einu sinni á að löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Ekki aðeins á hún að veita íbúum þess öryggi heldur er hún einnig ein af grunnstoðum réttarríkis. Það á ekki að þurfa að endurtaka enn einu sinni þá einföldu stærðfræði að lögreglumönnum hefur fækkað mjög hlutfallslega þegar fjöldi þeirra hefur nær staðið í stað í um tuttugu ár á meðan landsmönnum og gestum til landsins hefur fjölgað mikið. Frá árinu 2004 hafa fjölmörg ný verkefni bæst við störf lögreglu sem ekki þekktust fyrir tuttugu árum. Sem dæmi má nefna aukinn fjölda fólks sem sækir um hæli hér á landi og lögreglu er ætlað að koma að þeim málum. Sönnunargögn í málum eru oftar en ekki rafræn, aukið alþjóðlegt samstarf þar sem glæpir þekkja ekki landamæri, fólk nýtir rétt sinn til fjöldamótmæla oftar, aukin umferð um vegi landsins, fleiri ferðamenn sem ýmis verkefni fylgja, náttúruhamfarir o.fl. Í þessi fjölbreyttu verkefni þarf aukinn mannskap. Þó svo að glæpir hafi í auknu mæli flust yfir í netheima og tölvur hætta þeir ekki á sama tíma í raunheimum. Aukin verkefni á sviði tæknirannsókna, fjármunabrota, skipulagðrar brotastarfsemi og ýmissa sérhæfðra rannsókna. Ekki er heldur nægur mannskapur til þess að rannsaka þennan viðbótafjölda brota. Það sem er eðlilega mest í umræðunni í samfélaginu er útkallslögregla, sú lögregla sem á að ganga sólarhringsvaktir. Þetta er sú lögregla sem flestir eiga í samskiptum við og á að vera sýnileg. Vegna sparnaðar undanfarinna ára sem nú á að auka enn frekar er staðreyndin sú að lögregla heldur ekki úti sólarhringsvöktum nema á nokkrum stöðum á landinu. Annars staðar hafa sólarhringsvaktir verið lagðar af og útköllum sinnt af bakvakt. Það hljóta allir að sjá hversu „frábærar afbrotavarnir“ það eru að hafa engan á vakt. Það má ekki heldur gleyma því að stór hluti af störfum og þjónustu lögreglu felst í rannsóknum afbrota. Það er bæði þeim sem verða fyrir broti og þeim sem sakaðir eru um brot mikilvægt að þær rannsóknir séu vandaðar en taki jafnframt sem stystan tíma. Fólk veit almennt ekki að mjög margir lögreglumenn eru í fleiri en einu hlutverki innan lögreglunnar til þess að hægt sé að halda úti lágmarks löggæslu. Sem dæmi má nefna að þegar um stór mótmæli er að ræða fara margir úr störfum sínum í rannsóknardeildum til þess að sinna þeim verkefnum og á meðan liggja niðri þær rannsóknir sem þeir annast. Þá er einnig mjög algengt að rannsóknarlögreglumenn vinni aukavaktir um helgar til þess að hægt sé að manna útkallsvaktir. Þegar ég skoðaði lögreglukerfið fyrir síðustu helgi sá ég að skráð voru í fyrirsögn fimmtán útköll vegna heimilisofbeldismála. Slík mál er ekki hægt að afgreiða á fáum mínútum ef vel á að vera. Heldur þarf að ræða við alla aðila máls, jafnvel kalla til félagsþjónustu eða barnavernd, ákveða hvort fjarlægja þurfi aðila af heimilinu eða bjóða öðrum skjól. Það er eðlilega krafa þeirra sem kalla lögreglu sér til aðstoðar að hún hafi nægan tíma til þess að sinna þeirra máli en þurfi ekki strax að rjúka í næsta útkall. Hvert mál tekur tíma ef það á að upplýsast og lögregla á að veita eðlilega þjónustu. Ég starfa sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild og ætla því að lýsa dæmigerðu máli til að gera grein fyrir tímalengd eins útkalls þar. Útkall kom eins og oft er klukkan fimm á sunnudagsmorgni, tilkynnt er um nauðgun. Þá þurfti ég að fara á vettvang og ræða við brotaþola, taka af honum skýrslu, og sannfæra hann svo um að fara á neyðarmóttöku. Ég þurfti að kalla út tæknideild lögreglunnar til að rannsaka vettvang og haldlagða muni. Næst að finna mögulegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Þá að finna meintan geranda og handtaka hann, yfirheyra og setja í réttarlæknisfræðilega skoðun. Þá þarf ég að hafa uppi á mögulegum vitnum og taka skýrslu af þeim til þess að átta mig betur á aðstæðum. Ég þurfti svo að ræða og koma að ákvörðun með saksóknarfulltrúa um hvort sakborningi er sleppt, hvort krafist verði gæsluvarðhalds eða farbanns. Tíu klukkustundum síðar var ég á leið heim til mín og þá átti ég enn eftir að sinna nokkrum verkefnum vegna málsins sem biðu til morguns. Öll þessi verkefni sem eru hér upptalin eru ekki framkvæmd af einum lögreglumanni heldur þarf að kalla til fólk frá mörgum deildum lögreglunnar. Á meðan þessu verkefni er sinnt eru þeir lögreglumenn sem að því koma ekki að sinna öðrum aðkallandi verkefnum. Með tuttugu lögreglumenn á öllu höfuðborgarsvæðinu á vakt í almennri lögreglu er ljóst að margir sem kalla til lögreglu geta þurfta bíða lengi eftir þjónustu. Lögreglan er að forgangsraða forgangsmálum. Þrátt fyrir aukna tækni eru flest þau verkefni sem lögregla sinnir mannaflsfrek, tæknin leysir ekki allt. Við þetta bætist svo að húsnæðismál lögreglu víða um land eru í miklum ólestri, eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir við fangaklefa, víða er vinnurými gamalt og þröngt og jafnvel myglað. Það hlýtur auðvitað að vera eitthvað grín að halda því fram að þjónusta lögreglu versni ekki með auknum niðurskurði. Nær væri þá að segja og viðurkenna að við höfum því miður ekki efni á því að halda uppi viðunandi löggæslu í landinu. Mér sýnist blasa við að auknar aðhaldskröfur sem nú eru boðaðar muni ekki aðeins bitna á þeim sem þurfa að leita til lögreglu heldur er verið að setja samfélagið allt og grunnstoðir þess í hættu. Ég vil því hvetja fjárveitingarvaldið og alveg sérstaklega ráðherra dómsmála til þess að afstýra þessum boðaða niðurskurði. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður og formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá tillögur um niðurskurð í fjármálaáætlun 2025- 2029 til löggæslu var „hvers konar bull er þetta“. Lögreglustjórar, lögreglumenn og stéttarfélag lögreglumanna hafa verið óþreytandi síðustu ár við að benda á þörf fyrir að fjölga lögreglumönnum og láta lögreglu fá fleiri tæki í hendur til þess að sinna störfum sínum. Flestir fjölmiðlar hafa tekið undir þetta ákall lögreglunnar og bent á brotalamir í löggæslu, að við nálgumst hættuástand með allt of fáum lögreglumönnum á vakt. Það kemur mér því í opna skjöldu þegar stjórnmálamenn telja að í löggæslu sé gott tækifæri til að skera niður og spara. Enn meira kemur mér á óvart þegar ráðherra dómsmála segist ekki telja að þessi niðurskurður muni bitna á þjónustu eða viðbragðstíma lögreglu. Það er greinilega kominn tími til að minna enn einu sinni á að löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Ekki aðeins á hún að veita íbúum þess öryggi heldur er hún einnig ein af grunnstoðum réttarríkis. Það á ekki að þurfa að endurtaka enn einu sinni þá einföldu stærðfræði að lögreglumönnum hefur fækkað mjög hlutfallslega þegar fjöldi þeirra hefur nær staðið í stað í um tuttugu ár á meðan landsmönnum og gestum til landsins hefur fjölgað mikið. Frá árinu 2004 hafa fjölmörg ný verkefni bæst við störf lögreglu sem ekki þekktust fyrir tuttugu árum. Sem dæmi má nefna aukinn fjölda fólks sem sækir um hæli hér á landi og lögreglu er ætlað að koma að þeim málum. Sönnunargögn í málum eru oftar en ekki rafræn, aukið alþjóðlegt samstarf þar sem glæpir þekkja ekki landamæri, fólk nýtir rétt sinn til fjöldamótmæla oftar, aukin umferð um vegi landsins, fleiri ferðamenn sem ýmis verkefni fylgja, náttúruhamfarir o.fl. Í þessi fjölbreyttu verkefni þarf aukinn mannskap. Þó svo að glæpir hafi í auknu mæli flust yfir í netheima og tölvur hætta þeir ekki á sama tíma í raunheimum. Aukin verkefni á sviði tæknirannsókna, fjármunabrota, skipulagðrar brotastarfsemi og ýmissa sérhæfðra rannsókna. Ekki er heldur nægur mannskapur til þess að rannsaka þennan viðbótafjölda brota. Það sem er eðlilega mest í umræðunni í samfélaginu er útkallslögregla, sú lögregla sem á að ganga sólarhringsvaktir. Þetta er sú lögregla sem flestir eiga í samskiptum við og á að vera sýnileg. Vegna sparnaðar undanfarinna ára sem nú á að auka enn frekar er staðreyndin sú að lögregla heldur ekki úti sólarhringsvöktum nema á nokkrum stöðum á landinu. Annars staðar hafa sólarhringsvaktir verið lagðar af og útköllum sinnt af bakvakt. Það hljóta allir að sjá hversu „frábærar afbrotavarnir“ það eru að hafa engan á vakt. Það má ekki heldur gleyma því að stór hluti af störfum og þjónustu lögreglu felst í rannsóknum afbrota. Það er bæði þeim sem verða fyrir broti og þeim sem sakaðir eru um brot mikilvægt að þær rannsóknir séu vandaðar en taki jafnframt sem stystan tíma. Fólk veit almennt ekki að mjög margir lögreglumenn eru í fleiri en einu hlutverki innan lögreglunnar til þess að hægt sé að halda úti lágmarks löggæslu. Sem dæmi má nefna að þegar um stór mótmæli er að ræða fara margir úr störfum sínum í rannsóknardeildum til þess að sinna þeim verkefnum og á meðan liggja niðri þær rannsóknir sem þeir annast. Þá er einnig mjög algengt að rannsóknarlögreglumenn vinni aukavaktir um helgar til þess að hægt sé að manna útkallsvaktir. Þegar ég skoðaði lögreglukerfið fyrir síðustu helgi sá ég að skráð voru í fyrirsögn fimmtán útköll vegna heimilisofbeldismála. Slík mál er ekki hægt að afgreiða á fáum mínútum ef vel á að vera. Heldur þarf að ræða við alla aðila máls, jafnvel kalla til félagsþjónustu eða barnavernd, ákveða hvort fjarlægja þurfi aðila af heimilinu eða bjóða öðrum skjól. Það er eðlilega krafa þeirra sem kalla lögreglu sér til aðstoðar að hún hafi nægan tíma til þess að sinna þeirra máli en þurfi ekki strax að rjúka í næsta útkall. Hvert mál tekur tíma ef það á að upplýsast og lögregla á að veita eðlilega þjónustu. Ég starfa sem rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild og ætla því að lýsa dæmigerðu máli til að gera grein fyrir tímalengd eins útkalls þar. Útkall kom eins og oft er klukkan fimm á sunnudagsmorgni, tilkynnt er um nauðgun. Þá þurfti ég að fara á vettvang og ræða við brotaþola, taka af honum skýrslu, og sannfæra hann svo um að fara á neyðarmóttöku. Ég þurfti að kalla út tæknideild lögreglunnar til að rannsaka vettvang og haldlagða muni. Næst að finna mögulegar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Þá að finna meintan geranda og handtaka hann, yfirheyra og setja í réttarlæknisfræðilega skoðun. Þá þarf ég að hafa uppi á mögulegum vitnum og taka skýrslu af þeim til þess að átta mig betur á aðstæðum. Ég þurfti svo að ræða og koma að ákvörðun með saksóknarfulltrúa um hvort sakborningi er sleppt, hvort krafist verði gæsluvarðhalds eða farbanns. Tíu klukkustundum síðar var ég á leið heim til mín og þá átti ég enn eftir að sinna nokkrum verkefnum vegna málsins sem biðu til morguns. Öll þessi verkefni sem eru hér upptalin eru ekki framkvæmd af einum lögreglumanni heldur þarf að kalla til fólk frá mörgum deildum lögreglunnar. Á meðan þessu verkefni er sinnt eru þeir lögreglumenn sem að því koma ekki að sinna öðrum aðkallandi verkefnum. Með tuttugu lögreglumenn á öllu höfuðborgarsvæðinu á vakt í almennri lögreglu er ljóst að margir sem kalla til lögreglu geta þurfta bíða lengi eftir þjónustu. Lögreglan er að forgangsraða forgangsmálum. Þrátt fyrir aukna tækni eru flest þau verkefni sem lögregla sinnir mannaflsfrek, tæknin leysir ekki allt. Við þetta bætist svo að húsnæðismál lögreglu víða um land eru í miklum ólestri, eftirlitsaðilar hafa gert athugasemdir við fangaklefa, víða er vinnurými gamalt og þröngt og jafnvel myglað. Það hlýtur auðvitað að vera eitthvað grín að halda því fram að þjónusta lögreglu versni ekki með auknum niðurskurði. Nær væri þá að segja og viðurkenna að við höfum því miður ekki efni á því að halda uppi viðunandi löggæslu í landinu. Mér sýnist blasa við að auknar aðhaldskröfur sem nú eru boðaðar muni ekki aðeins bitna á þeim sem þurfa að leita til lögreglu heldur er verið að setja samfélagið allt og grunnstoðir þess í hættu. Ég vil því hvetja fjárveitingarvaldið og alveg sérstaklega ráðherra dómsmála til þess að afstýra þessum boðaða niðurskurði. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður og formaður Landssambands lögreglumanna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun